Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 28. júlí 2014 11:44
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Swansea sungu nafn Gylfa
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Swansea sungu nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar þegar hann skoraði tvö mörk í sigri á Plymouth Argyle í æfingaleik í gær. Þetta var fyrsti leikur Gylfa í búningi Swansea eftir endurkomuna.

Swansea vann leikinn 4-0 en Gylfi kom af bekknum í seinni hálfleik og stal senunni.

„Það var gott að skora þessi tvö mörk og að heyra stuðningsmenn syngja nafn mitt lét mér líða mjög vel. Það er gaman að fá svona móttökur og vonandi næ ég ég að borga þeim stuðninginn til baka eins og ég gerði núna," sagði Gylfi.

„Þetta var fyrsti leikur minn á undirbúningstímabilinu. Ég fór til Bandaríkjanna með Tottenham en þurfti svo að snúa aftur svo ég missti út um fjóra æfingadaga. Vonandi mun ég fá fleiri mínútur í næstu leikjum."

„Fyrstu leikir undirbúningstímabilsins snúast um að komast í stand en svo þegar nær dregur tímabilinu vill maður sjá gæði í spilamennskunni. Vonandi munum við ná að skora enn fleiri mörk í næstu leikjum."
Athugasemdir
banner
banner