Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 28. júlí 2014 10:45
Fótbolti.net
Uppgjör umferðarinnar - Dómari sakaður um lygi
Þessi spariklædda baðönd er nýtt lukkudýr Fjölnis og stóð svo sannarlega fyrir sínu.
Þessi spariklædda baðönd er nýtt lukkudýr Fjölnis og stóð svo sannarlega fyrir sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Úr leik Fjölnis og Þórs.
Úr leik Fjölnis og Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Hjörtur Hjartarson og Zoran Miljkovic skelltu sér á leik Stjörnunnar og ÍBV.
Hjörtur Hjartarson og Zoran Miljkovic skelltu sér á leik Stjörnunnar og ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þessir heimtuðu mynd af sér!
Þessir heimtuðu mynd af sér!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni gerir Fótbolti.net upp umferðina á hressandi hátt. Þetta er allt til gamans gert og ber oft á tíðum ekki að taka of hátíðlega. Hér að neðan má sjá punkta úr 13. umferðinni sem leikin var á heilu bretti í gær.

Leikur umferðarinnar: KR 1 - 1 Breiðablik
Blikar tóku forystuna gegn KR en heimamenn náðu að jafna. Í seinni hálfleik gerðist umdeilt atvik þegar Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fékk að líta rauða spjaldið en liturinn hefði átt að vera gulur. Úthlaupið hjá Stefáni Loga var þó glórulaust og átti hann aldrei að bjóða upp í dans. Jafntefli varð svo niðurstaðan eftir spennandi leik.

Ummæli umferðarinnar: Stefán Logi um rauða spjaldið
„Mér sárnaði meira að Garðar (Örn Hinriksson, dómari) laug að mér. Hann sagðist hafa talað við línuvörðinn en línuvörðurinn sagði að hann réði engu um þetta því að Garðar réði þessu," sagði Stefán Logi.

Þjálfari umferðarinnar: Ágúst Gylfason
Það var létt yfir Gústa eftir 4-1 sigur á Þórsurum í sex stiga fallbaráttuslag. Gamla og góða Fjölnisliðið var mætt til leiks í Grafarvoginum í gær og kláraði leikinn með því að komast í 3-0 í fyrri hálfleik.

Mark umferðarinnar: Bergsveinn Ólafsson
Fyrirliði Fjölnis braut ísinn gegn Þór með stórglæsilegu marki úr bakfallsspyrnu. Sjáðu markið.

Ekki lið umferðarinnar:
Hörður Fannar Björgvinsson (Fram)

Aron Jafetsson (Keflavík) - Orri Freyr Hjaltalín (Þór) - Hafsteinn Briem (Fram)

Hlynur Atli Magnússon (Þór) - Orri Sigurjónsson (Þór) - Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) - Andrew Sousa (Fylkir)

Almarr Ormarsson (KR) - Chukwudi Chijundu (Þór) - Haukur Baldvinsson (Fram)

Innkoma umferðarinnar: Sveinn Sigurður Jóhannesson
19 ára markvörður Stjörnunnar, átti flottan leik í frumraun sinn í Pepsi-deildinni. Sveinn Sigurður fékk að vita hálftíma fyrir leik að hann kæmi inn í liðið fyrir Ingvar Jónsson og stóð vaktina vel.

Misskilningur umferðarinnar: Frítt inn á Fjölnisvöll
Vegna misskilnings hélt fréttaritari Fótbolta.net í Grafarvogi að frítt væri inn á völlinn og sagði það í textalýsingu leiksins. Það varð uppi fótur og fit þegar fólk fór að mæta og neitaði að borga þar sem það hafði lesið að ókeypis væri inn. Fótbolti.net biður afsökunar á þessu! Aðeins rúmlega 300 manns voru á leiknum í Grafarvogi.

Dómari umferðarinnar: Þorvaldur Árnason
Þorvaldur og hans aðstoðarmenn; Óli Njáll Ingólfsson og Andri Vigfússon, voru með allt á hreinu í leik Fjölnis og Þórs og dæmdu leikinn afbragðsvel.

Tjald umferðarinnar: Hvíta tjaldið hjá Magga Gylfa
Þjálfari Vals var í besta skapi eftir sterkan sigur í Keflavík og bauð fréttamönnum í heimsókn í hvíta tjaldið hjá sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Lag umferðarinnar: Song in A - Url
Í upphitun þá spilaði vallarþulur KR-vallar, Röddin, Song in A með hljómsveitinni Url þar sem Garðar Örn Hinriksson var innanborðs. Garðar sem dæmdi leikinn var ánægður með valið og gaf þumalinn upp fyrir vikið á meðan annar aðstoðardómarana gaf til kynna með heimskunnri handarhreyfingu að það ætti að slökkva á þessu.

Nýyrði umferðarinnar: Gæsahrollur
Daði Bergsson fékk þvílíkan gæsahroll.

Óvænti sjúkraþjálfari umferðarinnar: Þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar
Margir spurðu sig spurninga þegar þeir sáu Ólaf Þór Guðbjörnsson þjálfara toppliðs Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna á varamannabekk FH þegar liðið mætti Fylki í gærkvöldi og veltu fyrir sér hvort þjálfarateymi toppliðs FH væri að breikka enn frekar. Hann var ekki á leikskýrslu en þegar leið á leikinn kom skýringin þegar Róbert Örn Óskarsson markvörður meiddist. Þá var Ólafur kallaður til, til að gera að meiðslum Róberts og skokkaði létt inn á völlinn. Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfari var nefnilega fjarverandi þrátt fyrir að vera á leikskýrslu og Ólafur leysti hann af hólmi.

Söngvari umferðarinnar: Magnús Kjartan Eyjólfsson
Magnús tekur viðtöl fyrir Stöð 2 Sport en hann er einnig prýðilegur söngvari. Meðan hann beið eftir mönnum í viðtöl í Grafarvogi tók hann lagið en vissi ekki að við vorum með á REC

Athugasemdir
banner
banner