Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 09:45
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 13. umferðar - Bakfallsspyrnu Bergsveinn í liðinu
Bergsveinn Ólafsson.
Bergsveinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danni Lax er í vörninni.
Danni Lax er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrettánda umferð Pepsi-deildarinnar fór fram á einu bretti í gær. Fjölnismenn sýndu loks sitt gamla og góða andlit og eru með tvo fulltrúa eftir 4-1 sigur gegn Þór. Í vörninni er fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson sem skoraði með laglegri bakfallsspyrnu.

Það má finna nýliða í markinu en hinn efnilegi Sveinn Sigurður Jóhannesson varði mark Stjörnunnar þar sem Ingvar Jónsson meiddist. Sveinn hélt hreinu í 2-0 sigri gegn ÍBV.

Víkingur vann öruggan sigur gegn Fram þar sem Igor Taskovic var bestur, Daði Bergsson og Emil Pálsson voru á skotskónum og svo mætti áfram telja. Hér að neðan má sjá úrvalslið umferðarinnar.



Úrvalslið 13. umferðar:
Sveinn Sigurður Jóhannesson – Stjarnan

Haukur Heiðar Hauksson – KR
Bergsveinn Ólafsson – Fjölnir
Daníel Laxdal – Stjarnan
Sean Reynolds – FH

Igor Taskovic – Víkingur
Finnur Orri Margeirsson – Breiðablik
Guðmundur Karl Guðmundsson - Fjölnir

Daði Bergsson – Valur
Sigurður Egill Lárusson – Valur
Emil Pálsson – FH

Fyrri úrvalslið:
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner