þri 28. júlí 2015 13:53
Elvar Geir Magnússon
Arturo Vidal til Bayern München (Staðfest)
Vidal skrifar undir.
Vidal skrifar undir.
Mynd: Bayern München
Síleski miðjumaðurinn Arturo Vidal er orðinn leikmaður Bayern München en hann hefur skrifað undir samning við félagið eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Þýskalandsmeistararnir birtu á Twitter.

Vidal er 28 ára og kostar Bæjara um 38 milljónir punda. Mörg ensk úrvalsdeildarfélög höfðu áhuga á leikmanninum sem hefur verið lykilmaður hjá Ítalíumeisturum Juventus.

„Ég er afar gleður. Þetta er nýtt skref á mínum ferli og vonandi mun ég gera góða hluti. Ég vil hjálpa liðinu að vinna bikara," sagði Vidal sem skrifaði undir samning til 2019.

„Ég lít á þetta sem stórt skref fram á við á ferlinum. Ég vil halda áfram að þróast sem leikmaður og vinna keppnir eins og Meistaradeildina. Ég tel að besta tækifæri sem ég hafi til þess sé hjá Bayern."
Athugasemdir
banner
banner
banner