Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 28. júlí 2015 17:52
Elvar Geir Magnússon
Arends og Kiko Insa farnir frá Keflavík
Kiko Insa er farinn frá Keflavík.
Kiko Insa er farinn frá Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar hafa komist að samkomulagi um starfslok við markvörðinn Richard Arends og varnarmanninn Kiko Insa. Þetta kom fram í Akraborginni á X-inu í dag.

„Þetta eru atvinnumenn í fótbolta og þeir skildu stöðuna," sagði Haukur Ingi Guðnason annar af þjálfurum Keflvíkinga í Akraborginni.

Arends er hollenskur markvörður sem kom til Keflvíkinga fyrir mót.

„Hann er mun betri markmaður en hann hefur sýnt en það hefur ekki fallið í það horf sem hann og klúbburinn hefði óskað," sagði Haukur Ingi.

Hinn 18 ára gamli Sindri Kristinn Ólafsson mun standa á milli stanganna gegn FH í kvöld en hann hefur spilað fimm leiki í sumar.

Insa hefur leikið sjö leiki í Pepsi-deildinni en síðasti leikur hans var gegn Val 14. júní þar sem hann skoraði sjálfsmark.

Insa er frá Spáni en hann lék áður með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni árið 2013.

Keflvíkingar hafa fengið þrjá nýja erlenda leikmenn í þessum mánuði en það eru þeir Chukwudi Chijindu, Martin Hummervoll og Paul Bignot en þeir verða allir með gegn FH í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner