Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2015 09:30
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Ásgeir handarbrotnaði eftir 14 sekúndur
Brynjar Ásgeir er handleggsbrotinn.
Brynjar Ásgeir er handleggsbrotinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óljóst er hvort Brynjar Ásgeir Guðmundsso, leikmaður FH verði í leikmannahóp FH í kvöld, þegar liðið mætir Keflavík í lokaleik 13. umferðar Pepsi-deildarinnar.

Hann varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í seinni leik FH í Evrópukeppninni, gegn Inter Baku í Aserbaijan í síðustu viku.

Brynjar Ásgeir kom inná sem varamaður í upphafi framlengingunnar. Hann var búinn að vera inná vellinum, í 14 sekúndur þegar hann handarbrotnaði eftir að hafa farið í návígi við leikmann Inter Baku.

Brynjar kláraði hinsvegar leikinn þar sem FH-ingarnir voru búnir með allar skiptingar sínar í leiknum.

„Það er ljóst að maður verður að fara drekka meiri mjólk," sagði Brynjar Ásgeir sem fer í læknisskoðun í dag og þar kemur í ljós hvort hann geti spilað í kvöld.

Kristján Flóki Finnbogason fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks í leiknum. Brynjar Ásgeir meiddist síðan á 97. mínútu og undir lokin var Kassim Doumbia orðinn tæpur. FH-ingarnir kláruðu því leikinn ansi lemstraðir.

FH féll úr leik, en leiknum lauk með jafntefli og fóru Inter Baku því áfram en þeir unnu einvígið samtals 4-3.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner