Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júlí 2015 10:25
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Glenn stefnir á að leika erlendis eftir tímabilið
Glenn í baráttunni í leiknum í gær.
Glenn í baráttunni í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann ætlar sér að fara í frjálsri sölu til útlanda og gat alveg eins leikið út samninginn hjá okkur eða hjá þeim en hann vill ekki framlengja við íslenskt lið," segir Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, við Morgunblaðið í morgun.

Hann er þar að tala um sóknarmanninn Jonathan Glenn sem gekk óvænt til liðs við Breiðablik frá ÍBV í vikunni. Glenn kemur á lánssamningi út tímabilið en samningur hans við Eyjamenn rennur út í haust.

„Við erum komnir með menn sem við horfum til framtíðar með, eins og Gunnar Heiðar (Þorvaldsson). Ég hef trú á því að við séum komnir með nýjan markakóng. Við munum líka væntanlega finna okkur leikmenn í aðrar stöður."

Eysteinn Lárusson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, útilokar ekki að Glenn spili með Breiðabliki næsta tímabil.

„Ef hann stendur sig vel verður hann vonandi áfram hjá okkur. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem liðsstyrk fyrir lokasprettinn í ár, til að ná okkar markmiðum í deildinni„" segir Eysteinn við Morgunblaðið.

Glenn kom inn sem varamaður í tapi ÍBV gegn Stjörnunni á sunnudag og lék einnig í gær þegar hann kom inn sem varamaður þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli gegn KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner