banner
   þri 28. júlí 2015 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Landsliðsþjálfari Mexíkó rekinn eftir að hafa slegið blaðamann
Miguel Herrera
Miguel Herrera
Mynd: Getty Images
Miguel Herrera hefur verið rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Mexíkó eftir að hafa slegið blaðamanninn Christian Marinoli.

Atvikið átti sér stað þegar að liðið var á leið heim eftir sigur í Gullbikarnum.

"Eftir að hafa ráðfært mig við alla samstarfsmenn mína þá hef ég tekið þá ákvörðun að víkja Miguel Herrera úr starfi," sagði Decio de Maria, verðandi forseti forseti mexíkóska knattspyrnusambandsins.

"Þetta var ekki auðveld ákvörðun, en hún er sú rétta."

Herrera, sem er mjög litríkur stjóri, neitar að hafa slegið til Marinoli.

"Ég ýtti honum bara. Við vorum að rífast og ég ýtti honum. Ég er ekki svo heimskur að hafa kýlt hann," sagði Herrera.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner