Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júlí 2015 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: FH á toppinn með sigri gegn botnliðinu
FH-ingar lögðu Keflavík. Hér fagnar Emil Pálsson marki sínu í leiknum.
FH-ingar lögðu Keflavík. Hér fagnar Emil Pálsson marki sínu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1-2 FH
0-1 Emil Pálsson ('32)
1-1 Davíð Þór Viðarsson ('44, sjálfsmark)
1-2 Atli Viðar Björnsson ('74)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

FH lagði botnlið Keflavíkur í eina leik kvöldsins í Pepsi-deild karla en honum lauk nú rétt í þessu.

FH byrjaði leikinn betur og tók forystuna á 32. mínútu þegar að Emil Pálsson kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Jeremy Serwy.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan jöfn þegar að liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo Atli Viðar Björnsson sem tryggði FH sigur en hann skoraði sigurmark liðsins á 74. mínútu leiksins eftir að hafa komið inná sem varamaður.

FH fór á toppinn með sigrinum en liðið er komið með 27 stig. Keflavík er áfram á botninum með aðeins 5 stig og útlitið ekki gott fyrir Keflvíkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner