þri 28. júlí 2015 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Fylkir burstaði Val - Stjarnan vann Selfoss
Berglind Björg skoraði þrennu
Berglind Björg skoraði þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stjarnan vann Selfoss
Stjarnan vann Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Í Pepsi deild kvenna voru þrír seinni leikir kvöldsins að klárast.

Í Árbænum tók Fylkir sig til og rótburstaði Val, 5-1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem var að leika sinn síðasta leik með Fylkisliðinu í bili, skoraði þrennu í leiknum.

Fylkir er í sjöunda sæti deildarinnar með 19 stig, en Valur er í því fjórða með 21 stig.

Breiðablik vann sinn áttunda sigur í röð þegar liðið vann 0-3 sigur á KR, en fyrir leikinn var KR eina liðið sem hafði sem hafði tekið stig af Blikum.

Blikar eru með 34 stig á toppi deildarinnar en KR er í áttunda sæti með sex stig.

Svo vann Stjarnan 1-3 sigur á Selfoss, en þessi tvö lið munu mætast í úrslitum Borgunarbikar kenna.

Stjarnan er áfram í öðru sæti deildarinnar en liðið er nú með 30 stig. Selfoss er í fimmta sæti með 20 stig.

Fylkir 5-1 Valur
1-0 Mist Edvardsdóttir ('48, sjálfsmark)
2-0 Andrea Laiu ('50)
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('56)
4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('68)
5-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)
5-1 Elín Metta Jensen
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

KR 1-2 Breiðablik
0-1 Aldís Kara Luðvíksdóttir ('23)
0-2 Írís Ósk Valmundsdóttir ('60, sjálfsmark)
0-3 Hildur Sif Hauksdóttir ('88)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Selfoss 1-3 Stjarnan
1-0 Donna Kay Henry ('16)
1-1 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('36)
1-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('60)
1-3 Harpa Þorsteinsdóttir ('69)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner