Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Platini mun tilkynna framboð sitt í vikunni
Platini og Sepp Blatter.
Platini og Sepp Blatter.
Mynd: Getty Images
Michel Platini (60 ára), forseti UEFA, mun síðar í þessari viku tilkynna um framboð sitt til forseta FIFA. Kosningarnar verða haldnar 26. febrúar á næsta ári.

Svisslendingurinn Sepp Blatter (79) hefur verið í æðsta sæti FIFA síðan 1998 en hann stígur af stóli vegna hneykslismála.

Gríðarleg spilling innan FIFA hefur verið að koma upp á yfirborðið og sér ekki fyrir endann á þeim málum.

Platini er talinn langlíklegastur til að taka við af Blatter en hann er með stuðning frá knattspyrnusambandi Evrópu auk þess sem hann hefur fengið stuðning frá Suður-Ameríku, Norð- og Mið-Ameríku, Concacaf og Asíu samkvæmt heimildum BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner