þri 28. júlí 2015 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Pútín: Blatter á skilið að fá Nóbelsverðlaunin
Sepp Blatter og Vladimir Pútín
Sepp Blatter og Vladimir Pútín
Mynd: Getty Images
Sepp Blatter, forseti FIFA, á skilið að fá Nóbelsverðlaunin en þetta segir Vladimir Putin, forseti Rússlands.

Pútín heldur þessu fram þrátt fyrir að FIFA hafi verið gerð upp­vís af gríðar­mik­illi spill­ingu.

"Fólk eins og herra Blatter og aðrir for­menn stórra alþjóðlegra íþrótta­sam­taka,eiga skilið sér­staka viður­kenn­ingu," sagði Pútín.

"Ef það er ein­hver sem á Nó­bels­verðlaun­in skilið þá er það þetta fólk."

"Við vit­um öll hvernig staðan er í kring­um Blatter í augnablikinu. Ég vil ekki fara í nein smá­atriði en ég sjálfur trúi ekki orði af því sem sagt er um hann varðandi spill­ingu."

Heimsmeistaramótið 2018 verður haldið í Rússlandi og þykir það mjög umdeilt. Blatter hefur þó fulla trú á því að Rússar geti haldið mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner