Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2016 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Grótta setur pressu á toppliðin
Guðmundur Marteinn fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Guðmundur Marteinn fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
KV 1 - 2 Grótta
0-1 Enok Eiðsson ('23)
1-1 Einar Bjarni Ómarsson ('61)
1-2 Guðmundur Marteinn Hannesson ('64)

KV fékk Gróttu í heimsókn í nágrannaslag í 2. deildinni í kvöld. Grótta fór með sigur af hólmi og er í þriðja sæti, aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu sem er í öðru sæti. KV situr eftir í áttunda sæti með sextán stig eftir þrettán umferðir.

Enok Eiðsson kom Gróttu yfir um miðjan fyrri hálfleik og tókst heimamönnum að jafna í síðari hálfleik með marki frá Einari Bjarna Ómarssyni.

Guðmundur Marteinn Hannesson kom Gróttu aftur yfir skömmu eftir jöfnunarmarkið og þar við sat, sanngjarn sigur Gróttu staðreynd og toppbaráttan opnast upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner