fim 28. júlí 2016 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Milan lagði Bayern í sex marka leik
Mynd: Getty Images
FC Bayern 3 - 3 AC Milan
0-1 M'Baye Niang ('23)
1-1 Franck Ribery ('29)
2-1 David Alaba ('38)
2-2 Andrea Bertolacci ('49)
2-3 Juraj Kucka ('61)
3-3 Franck Ribery ('90, víti)
3-5 í vítaspyrnukeppni

Það er æsispennandi æfingamót í gangi þar sem tíu af sterkustu liðum Evrópu mætast.

Síðustu nótt mættust Bayern München og AC Milan í fjörugum leik þar sem skoruð voru sex mörk og það síðasta var jöfnunarmark úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Milan hafði betur og brenndi ekki af stakri spyrnu, en Rafinha var sá eini í liði Bayern sem brenndi af.

PSG er á toppi stöðutöflunnar á æfingamótinu, þar á eftir kemur Chelsea og svo koma Milan og Leicester City með tvö stig sem fást fyrir að sigra í vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner