Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. júlí 2016 12:30
Magnús Már Einarsson
Af hverju æfa leikmenn á Englandi í sérstökum vestum?
Mathieu Debuchy í vesti frá STATSports á æfingu með Arsenal.
Mathieu Debuchy í vesti frá STATSports á æfingu með Arsenal.
Mynd: Getty Images
14 félög í ensku úrvalsdeildinni og stórlið eins og Barcelona og Juventus láta leikmenn sína æfa í sérstökum vestum frá STATSports. Sumir leikmenn spila einnig í slíkum vestum og Sky hefur tekið saman grein til að útskýra hvaða tilgangi þessi vesti þjóna.

Vestin taka saman alls konar tölfræði eins og hvað leikmenn hlaupa mikið og hversu hratt þeir fara yfir.

„Eitt af því sem hægt er að mæla er hámarkshraði og fljótustu leikmennirnir elska að sjá hver náði hraðasta sprettinum á æfingu," segir íþróttafræðingurinn Paul Walsh en hann starfar hjá Sunderland.

Vestin gera þó miklu meira en það og þau mæla meðal annars hjartsláttinn hjá leikmönnum og geta skoðað ýmsa aðra þætti. Til að mynda sést ef leikmenn eru að nota of mikinn þunga á annan fótinn þegar þeir hlaupa.

Þjálfarar skoða síðan upplýsingar hjá hverjum leikmanni eftir æfingar og geta þannig bent þeim á það sem betur má fara.

Smelltu hér til að lesa grein Sky í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner