fim 28. júlí 2016 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: West Ham tapaði í Slóveníu
Michail Antonio var í byrjunarliði Hamranna ásamt nýju strákunum, þeim Sofiane Feghouli, Sam Byram og Håvard Nordtveit.
Michail Antonio var í byrjunarliði Hamranna ásamt nýju strákunum, þeim Sofiane Feghouli, Sam Byram og Håvard Nordtveit.
Mynd: Getty Images
West Ham var rétt í þessu að tapa í undankeppni Evrópudeildarinnar er liðið heimsótti Domzale til Slóveníu.

Leikurinn í Slóveníu var opinn og skemmtilegur og komust heimamenn yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Mark Noble jafnaði skömmu síðar úr annari vítaspyrnu en sigurmarkið kom snemma í síðari hálfleik, þegar Matic Crnic gerði sitt annað mark í leiknum.

Hamrarnir, sem tefldu fram feykilega sterku byrjunarliði, verða því að vinna síðari viðureignina á heimavelli til að komast áfram.

Skoska félagið Aberdeen fékk Maribor í heimsókn. Heimamenn stjórnuðu leiknum en lentu þrátt fyrir það undir á 83. mínútu. Sem betur kom jöfnunarmark fimm mínútum síðar og niðurstaðan jafntefli. AZ Alkmaar hafði á sama tíma betur gegn gríska félaginu Giannina.

Það eru tveir leikir sem eiga eftir að klárast í kvöld, en útlit er fyrir að einum þeirra verði frestað þar sem Admira mætir Liberec í Austurríki.

Domzale 2 - 1 West Ham
1-0 Matic Crnic ('11, víti)
1-1 Mark Noble ('18, víti)
2-1 Matic Crnic ('49)

Aberdeen 1 - 1 Maribor
0-1 M. Novakovic ('83)
1-1 J. Hayes ('88)

AZ Alkmaar 1 - 0 Giannina
1-0. D. Luckassen ('36)
Athugasemdir
banner
banner
banner