Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. júlí 2016 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Infantino vill fjölga liðum á HM
Mynd: Getty Images
Gianni Infantino, forseti FIFA, vill fjölga landsliðum sem taka þátt á HM á hverju ári um átta.

Takist Infantino að fá þessar breytingar í gegn er líklegt að þær taki ekki gildi fyrr en eftir tíu ár, eða á HM 2026.

Síðasta liðafjölgunin átti sér stað á HM 1998 í Frakklandi þegar 32 lið tóku þátt í mótinu í fyrsta sinn. UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, fjölgaði síðast liðum á Evrópumótinu nú í ár, þegar 24 lið tóku þátt í fyrsta sinn í stað 16.

„Ég tel það vera rétt skref að fjölga liðum úr 32 í 40 fyrir HM 2026," sagði Infantino.

„Af þessum átta aukaliðum ættu minnst tvö að koma frá Afríku. Við erum að ræða málin og ég vonast til að sannfæra sem flesta um að þetta sé jákvætt skref fyrir knattspyrnuheiminn."
Athugasemdir
banner
banner