fim 28. júlí 2016 05:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Undanúrslit bikarsins í Eyjum
Mynd: Eyjafréttir
Síðustu leikir íslenska boltans fyrir Verslunarmannahelgina fara fram í dag og í kvöld.

ÍBV tekur á móti FH í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins og mun sigurliðið mæta Val, sem sigraði Selfoss í gærkvöldi, í úrslitaleiknum 13. ágúst.

Mikil eftirvænting er fyrir viðureign ÍBV og FH þar sem ekkert verður gefið eftir í Vestmannaeyjum.

KV tekur á móti Gróttu í nágrannaslag í 2. deildinni og svo á KFS leik við Vængi Júpíters í þriðju deildinni.

Þá fær Tindastóll topplið Einherja í heimsókn í C-riðli 1. deildar kvenna.

Borgunarbikar karla
18:00 ÍBV-FH (Hásteinsvöllur)

2. deild karla
19:15 KV-Grótta (KR-völlur)

3. deild karla
16:00 KFS-Vængir Júpiters (Þórsvöllur)

1. deild kvenna C-riðill
18:00 Tindastóll-Einherji (Sauðárkróksvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner