Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. júlí 2016 11:00
Elvar Geir Magnússon
Leikmaður í 2. deild grunaður um veðmálasvindl
Formaðurinn vill ekki tjá sig um málið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmaður í 2. deildinni á Íslandi er grunaður um veðmálasvindl. Leikmaðurinn sem um ræðir er erlendur og komst að samkomulagi um starfslok hjá sínu félagi snemma á tímabilinu.

Leikmaðurinn fékk á sig tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik í leik í deildinni fyrr í sumar og þá fóru að vakna upp grunsemdir.

Leikmaðurinn lék ekki fleiri leiki með sínu félagi í kjölfarið en félagið samdi við hann um starfslok. Hann hefur ekki leikið fótboltaleik hér á landi síðan.

Fótbolti.net hefur rætt við fyrrum liðsfélaga leikmannsins og segir hann að leikmaðurinn hafi verið grunaður um græsku af samherjum sínum.

Formaður félagsins sem leikmaðurinn spilaði fyrir, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fótbolti.net leitaði eftir því í dag.

Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir að KSÍ fái af og til ábendingar tengdar veðmálasvindli en ekkert slíkt mál sé í rannsókn hjá sambandinu í dag.

„Menn eru að velta upp hinu og þessu og við erum beðnir um að athuga það. Við höfum leiðir til að skoða það hjá UEFA og oftast kemur ekkert óeðlilegt upp," sagði Þorvaldur við Fótbolta.net í dag.

Ef þú hefur einhverjar upplýsingar um málið hafðu á samband [email protected]. Trúnaðar er heitið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner