Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2016 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar: Gabriel Jesus yrði ánægður hjá Barcelona
Gabriel Jesus er 19 ára og hefur gert 14 mörk í 32 deildarleikjum með Palmeiras. Þá hefur hann skorað 8 mörk í 10 landsleikjum með U20 og U23 liðum Brasilíu.
Gabriel Jesus er 19 ára og hefur gert 14 mörk í 32 deildarleikjum með Palmeiras. Þá hefur hann skorað 8 mörk í 10 landsleikjum með U20 og U23 liðum Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Manchester City er við það að landa brasilíska ungstirninu Gabriel Jesus fyrir 20 milljónir punda.

Inter, Real Madrid og PSG eru þó meðal liða sem hafa áhuga á sóknarmanninum efnilega og gæti verið að Barcelona bætist við hópinn, en Börsungar eru á höttunum eftir sóknarmanni um þessar mundir.

„Ég talaði við Gabriel Jesus og fleiri í landsliðshópnum og lýsti því hversu mikið ég nýt þess að spila fyrir Barcelona," sagði Neymar.

„Gabriel er frábær leikmaður og það er ekki skrítið að hann sé eftirsóttur. Hann þarf að spurja sjálfan sig hvort nú sé rétti tíminn til að leita á önnur mið.

„Ef hann kemur til Barcelona, þá veit ég að hann verður mjög ánægður. Við erum mögulega stærsta félag í heimi og það er frábært að búa í þessari borg."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner