Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2016 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Sky: Pogba fær 20 milljónir evra í árslaun
Mynd: Getty Images
Sky greinir frá því að viðræður milli Mino Raiola, umboðsmanns Paul Pogba, og Manchester United ganga vel.

Pogba mun fá 20 milljónir evra í árslaun, 13 milljónir eru vikulaun greidd af Man Utd en hinar 7 milljónirnar fær hann fyrir ímyndarrétt.

Allar líkur eru á því að Pogba verði dýrasti leikmaður sögunnar en Rauðu djöflarnir eru búnir að vera duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar og eru þegar búnir að tryggja sér þjónustu Eric Bailly, Henrik Mkhitaryan og Zlatan Ibrahimovic.

Raiola fær um 20 milljónir evra í eigin vasa fyrir félagsskiptin og líklegt er að Man Utd endi á því að greiða rúmlega 140 milljónir evra í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner