Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. ágúst 2014 09:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Alex Song til Liverpool?
Powerade
Alex Song er orðaður við Liverpool.
Alex Song er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Vidal er áfram orðaður við Manchester United.
Vidal er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína fimmtudegi.



Louis van Gaal, stjóri Manchester United, ætlar að reyna að kaupa Arturo Vidal frá Juventus og Daley Blind frá Ajax áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag. (Daily Mirror)

Manchester United þarf að borga 20 milljónir punda fyrir Blind. (The Sun)

Liverpool er að reyna að fá Alex Song sem má fara frá Barcelona. (Metro)

Arsene Wenger hefur útilokað að Danny Welbeck, Radamel Falcao og Nicola Zigic séu á leið til félagsins. (London24.com)

Sunderland hefur lagt fram sex milljóna punda tilboð í Virgil van Dijk varnarmann Celtic eftir að Toby Alderweireld varnarmaður Atletico Madrid hafnaði tilboði frá félaginu. (The Times)

Manchester United mun bjóða 24 milljónir punda í William Carvalho miðjumann Sporting Lisabon. Danny Welbeck, Tom Clerverly og Shinji Kagawa eru hins vegar á förum frá United. (Daily Telegraph)

Cleverley er tilbúinn að bíða þar til á næsta ári og fara frítt þegar samningur hans hjá United rennur út. (Independent)

Crystal Palace ætlar að fá Wilfried Zaha aftur í sínar raðir frá Manchester United. (Daily Star)

Sevilla vill fá Gaston Ramirez frá Southampton. (The Sun)

Diego Costa framherji Chelsea verður mögulega frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa meiðst aftan í læri á æfingu. Slík meiðsli héldu Costa mikið frá keppni síðastliðið vor. (The Sun)

Glen Johnson segist ekki hafa áhyggjur af samningsstöðu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir útlit sé fyrir að hann fari frítt frá félaginu næsta sumar. (Liverpool Echo)

Tony Adams, fyrrum varnarmaður Arsenal, segir að það muni ekki virka fyrir Louis van Gaal að spila með þriggja manna vörn hjá Manchester United. (Daily Telegraph)

Paul Scholes segir einnig að taktíkin sé ástæðan fyrir því að United sé að fá svona mörg mörk á sig. (Independent)

Karl Robinson, stjóri MK Dons, er stuðningsmaður Liverpool en hann fékk hamingjuóskir frá Brendan Rodgers, Robbie Fowler og Jamie Carragher eftir að liðið sló Manchester United út í enska deildabikarnum í fyrrakvöld. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner