fim 28. ágúst 2014 17:53
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Inter og Stjörnunnar: Rolf Toft byrjar
Rolf Toft kemur inn í byrjunarliðið.
Rolf Toft kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á Stadio Giuseppe Meazza fer fram síðari leikur Inter og Stjörnunnar í umspili fyrir Evrópudeildina. Stór stund fyrir Garðbæinga og það er góður hópur Íslendinga á vellinum til að styðja Stjörnuna í þessu afar erfiða verkefni.

Það er formsatriði fyrir heimamenn að klára þetta verkefni eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Mauro Icardi, Dodó og Danilo D'Ambrosio skoruðu mörkin í þeim leik.

Nemanja Vidic og fleiri stjörnur í Inter eru hvíldir í leiknum í kvöld.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Ein breyting er á byrjunarliði Stjörnunnar frá fyrri leiknum. Þorri Geir Rúnarsson fer á bekkinn en inn kemur danski sóknarmaðurinn Rolf Toft.

Byrjunarlið Inter:
30. Juan Pablo Carrizo (m)
5. Juan
6. Marco Andreolli
7. Pablo Daniel Osvaldo
10. Mateo Kovacic
20. Joel Obi
23. Andrea Ranocchia (F)
33. Danilo D'Ambrosio
55. Yuto Nagatomo
88. Hernanes
90. Yann M'Vila

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Niclas Vemmelund
7. Atli Jóhannsson
8. Pablo Punyed
9. Daníel Laxdal
10. Veigar Páll Gunnarsson
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen
24. Rolf Toft
29. Martin Rauschenberg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner