Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. ágúst 2014 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Del Piero kominn til Delhi Dynamos (Staðfest)
Alessandro Del Piero sér fram á að halda áfram að raða inn mörkunum í indversku deildinni.
Alessandro Del Piero sér fram á að halda áfram að raða inn mörkunum í indversku deildinni.
Mynd: Getty Images
Alessandro Del Piero er kominn í indversku deildina þar sem hann mun spila með Delhi Dynamos.

Del Piero verður 40 ára í nóvember og fékk samningstilboð frá knattspyrnufélögum í nokkrum heimsálfum en leist best á að fara til Indlands.

Á Indlandi verður Del Piero einnig sendiherra indversku deildarinnar sem er í sókn og reynir að laða til sín fleiri kempur á borð við Ítalann.

,,Það gleður mig að tilkynna að frá og með deginum í dag er ég leikmaður Dehli Dynamos og sendiherra nýju indversku Ofurdeildarinnar," skrifaði Del Piero á Twitter.

Del Piero varð samningslaus eftir tvö tímabil með Sydney FC í Ástralíu þar sem hann skoraði 24 mörk í 48 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner