Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. ágúst 2014 22:03
Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir í Anderlecht (Staðfest)
Edda María í leik með Aftureldingu í sumar. Hún er farin í belgísku deildina.
Edda María í leik með Aftureldingu í sumar. Hún er farin í belgísku deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir er gengin í raðir Anderlecht í Belgíu og samdi við félagið til eins árs í dag.

Edda María sem er 26 ára gömul hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Hún var frá keppni í barneignarleyfi í fyrra og hafði spilað tvo leiki með Stjörnunni í sumar þegar hún skipti á miðju tímabili í Aftureldingu.

Hjá Aftureldingu spilaði hún fjóra leiki á miðjunni og skoraði eitt mark. Hún hefur æft með Anderlecht upp á síðkastið og samdi svo við félagið í dag.

Hjá belgíska liðinu mun hún spila sem miðvörður og í treyju númer 3. Hún er annar Íslendingurinn til að spila með liðinu því Þóra Björg Helgadóttir landsliðsmarkvörður spilaði þar fyrir nokkrum árum.

Anderlecht spilar í sameiginlegri deild milli Hollands og Belgíu. 6 lið frá Belgíu og 7 frá Hollandi eru í deildinni. Anderlecht hefur verið um miðja deild en stefnir ofar í ár.

Deildin hefst á laugardaginn þegar Anderlecht mætir Kontich en Edda María missir af leiknum þar sem hún verður hér á landi að ganga frá sínum málum áður en hún flyst til Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner