fim 28. ágúst 2014 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ignasi Miquel líklega til Norwich
Ignasi Miquel er spænskur miðvörður sem hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Arsenal.
Ignasi Miquel er spænskur miðvörður sem hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ignasi Miquel er líklega á leið til Norwich fyrir 1.5 milljónir punda samkvæmt enskum fréttamiðlum.

Miquel hefur ekki tekist að brjótast inn í byrjunarlið Arsenal og er Spánverjinn ekki í áformum Arsene Wenger þrátt fyrir skort á miðvörðum eftir brottför Thomas Vermaelen.

Kostas Manolas var orðaður við félagið en Roma keypti hann á dögunum svo nú vantar Wenger miðvörð sem er betri en Miquel.

Þrátt fyrir miðvarðarskortinn ætlar Arsenal að samþykkja tilboð Norwich og reyna við Sokratis Papastathopoulos, miðvörð Borussia Dortmund, sem vilja helst ekki selja til andstæðinga sinna í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner