Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. ágúst 2014 08:00
Magnús Már Einarsson
Ingvar Jóns: Geðveikt að æfa á San Siro
Ingvar í fyrri leiknum í síðustu viku.
Ingvar í fyrri leiknum í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, segir að það verði mikil upplifun að fá að spila gegn Inter á San Siro í kvöld. Búist er við 40-50 þúsund manns á leikinn í kvöld en San Siro tekur rúmlega 80 þúsund manns í sæti.

,,Ég hef lítið pælt í þessu en þegar maður kom inn á völlinn á æfingu (í gær) kom smá fiðringur í mann. Það var geðveikt að æfa á þessum glæsilega velli. Það kemur örugglega ennþá meiri fiðringur á mann þegar 50 þúsund manns horfa á mann," sagði Ingvar.

Stjarnan tapaði 3-0 gegn Inter í fyrri leiknum á Laugardalsvelli í síðustu viku. ,,Þetta verður erfitt eins og fyrri leikurinn var en það væri gaman ef við gætum skorað mark og náð að stríða þeim aðeins."

,,Við vissum að þeir væru frábærir í fótbolta en ef við hefðum náð að halda núllinu fram að hálfleik hefði þetta getað orðið alvöru leikur."

,,Þeir sköpuðu sér ekki mörg færi og ég þurfti að verja eitt skot í leiknum. Hin mörkin voru varnarmistök hjá okkur sem hefði hæglega verið hægt að koma í veg fyrir. Þeir eru hrikalega öflugir og refsa grimmt. Þeir eru góðir einn og einn og þetta verður ásorun fyrir okkur,"
sagði Ingvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner