Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. ágúst 2014 16:42
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin: Real Madrid og Liverpool mætast
Kolbeinn mætir Barcelona - Man City mætir Bayern
Real Madrid vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Real Madrid vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn mætir Barcelona og PSG.
Kolbeinn mætir Barcelona og PSG.
Mynd: Getty Images
Bayern og Manchester City mætast eins og oft áður.
Bayern og Manchester City mætast eins og oft áður.
Mynd: Getty Images
Dortmund mætir Arsenal.
Dortmund mætir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Liverpool er í keppninni á nýjan leik eftir fimm ára fjarveru en liðið er í B-riðli með Evrópumeisturum Real Madrid. Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu eru einnig í þeim riðli.

Manchester City og Bayern eru saman í riðli í þriðja skipti á undanförnum fjórum tímabilum en þau eru í E-riðli með CSKA Moskvu og Roma. Þá mætast Spánar og Ítalíumeistararnir í A-riðli þar sem Atletico Madrid og Juventus eru saman.

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru með Barcelona og PSG í F-riðli en þar mun Zlatan Ibrahimovic fara á gamlar heimaslóðir á Nou Camp. Arsenal mætir Borussia Dortmund síðan í D-riðli.

Riðlakeppnin hefst 16. september næstomandi en lokaumferðin fer fram 9 og 10. desember.

A-riðill:
Atletico Madrid
Juventus
Olympiakos
Malmö

B-riðill:
Real Madrid
Basel
Liverpool
Ludogorets Razgrad

C-riðill:
Benfica
Zenit St Pétursborg
Bayer Leverkusen
Monaco

D-riðill:
Arsenal
Borussia Dortmund
Galatasaray
Anderlecht

E-riðill:
FC Bayern
Manchester City
CSKA Moskva
Roma

F-riðill:
Barcelona
PSG
Ajax
Apoel

G-riðill:
Chelsea
Schalke
Sporting Lisabon
Maribor

H-riðill:
Porto
Shakhtar Donetsk
Athletic Bilbao
Bate Borisov
Athugasemdir
banner
banner