Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. ágúst 2014 10:06
Elvar Geir Magnússon
Platini ekki í mótframboð gegn Blatter
Michel Platini í besta skapi.
Michel Platini í besta skapi.
Mynd: Getty Images
Hinn umdeildi Sepp Blatter.
Hinn umdeildi Sepp Blatter.
Mynd: Getty Images
Frakkinn Michel Platini, forseti UEFA, ætlar ekki í mótframboð gegn Sepp Blatter um leiðtogastöðuna hjá alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA.

Platini íhugaði að bjóða sig fram á næsta ári en á fundi í Monte Carlo í morgun sagðist hann vilja einbeita sér að því að stýra evrópska sambandinu.

Áður hafði Platini látið út úr sér að það þyrfti ferska vinda í æðstu stöðum FIFA. Hann sagði í júní að Blatter hefði ekki stuðning sinn.

„Ég er ekki hlynntur því að hann verði annað tímabil. Ég studdi hann 1998 en geri það ekki 2014. Í framtíðinni mun ég ekki styðja herra Blatter," sagði FIFA.

Michel D'Hooghe, stjórnarmaður hjá FIFA, segir það gleðitíðindi að Platini ætli að halda áfram að einbeita sér að UEFA og muni ekki skapa til „átaka" milli FIFA og UEFA.

Blatter er 78 ára og hefur verið í þessari stöðu 1998 en hann hefur verið undir þrýstingi eftir þá ákvörðun að halda HM 2022 í Katar. Þrátt fyrir það gaf Blatter út nýlega að hann ætli að sækja um endurkjör inn í sitt fimmta kjörtímabil.

Fimm af sex álfum innan FIFA hafa þegar lýst stuðningi við Blatter, aðeins Evrópa er mótfallin því að hann haldi áfram.

Platini mun nú halda áfram starfi við undirbúning fyrir EM 2016 sem haldið verður í heimalandi hans auk þess að púsla saman EM 2020 sem haldið verður víðsvegar um Evrópu.

„Þessi ákvörðun er byggð á því hvað ég vil gera hjá UEFA," sagði Platini í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner