Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 28. ágúst 2014 18:16
Elvar Geir Magnússon
Rodgers þegar farinn að hugsa um leikinn við Real Madrid
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er þegar farinn að hugsa um stórleik Liverpool og Real Madrid á Anfield en liðin verða saman í riðli í Meistaradeildinni.

Í riðlinum eru einnig Basel frá Sviss og Ludogorets Razgrad frá Búlgaríu.

„Auðvitað erum við spenntir. Eftir erfiða vinnu síðasta tímabils erum við á réttri leið og það er frábært að félagið sé aftur komið í þessa keppni," sagði Rodgers en fimm ár eru síðan Liverpool var síðast í Meistaradeildinni.

„Það var ljóst að niðurstaðan í drættinum yrði alltaf spennandi en að fá Real Madrid, meistara síðasta tímabils, gerir þetta enn sérstakara. Ég er þegar farinn að ímynda mér stemninguna á Anfield þegar sá leikur verður."

„Þetta er erfiður riðill og þetta verður skemmtilegt verkefni."

Þrívegis hafa Liverpool og Real mæst í Evrópukeppnum og í öll skiptin hefur Liverpool unnið, þar á meðal í úrslitaleik í París 1981.
Athugasemdir
banner
banner