fim 28. ágúst 2014 11:45
Elvar Geir Magnússon
Rooney nýr fyrirliði Englands: Þrái að vinna eitthvað með liðinu
Mynd: Getty Images
„Ég mun ekki líta á það að ferill minn með Englandi sé vel heppnaður nema við vinnum eitthvað. Það er enginn tilgangur að mæta nema við trúum á sigur," segir Wayne Rooney, nýr fyrirliði enska landsliðsins.

Það kom engum á óvart þegar tilkynnt var á fréttamannafundi áðan að Rooney, fyrirliði Manchester United, væri tekinn við fyrirliðabandinu hjá enska liðinu.

„Sem krakki þá elskaði ég að horfa á leiki Englands í sjónvarpinu. Þá hafði ég bullandi þrá fyrir að spila fyrir þjóð mína. Að vera tekinn við fyrirliðabandinu er framar mínum villtustu draumum. Ég vil þakka Roy og þjálfaraliðinu fyrir þessa trú sem þeir hafa á mér."

„Ég vona að ég hafi fullan stuðning frá áhangendum. Ég er þeirra maður þegar ég er inni á vellinum. Eina sem ég hugsa um er að ná sigri og leggja mig allan fram. Ég vil vera fyrirliði á þann hátt að smita þetta hugarfar út í liðið."

Roy Hodgson landsliðsþjálfari hafði þetta að segja um Rooney sem fyrirliða:

„Hann er með 95 landsleiki á bakinu og hefur afrekað margt. Við höfum séð vilja hans til að taka meiri ábyrgð. Ég vona að hann haldi áfram að spila vel og axli ábyrgðina eins vel og þeir sem voru á undan honum," segir Hodgson.

„Rooney er augljós kostur í fyrirliðahlutverkið. Hann á þetta skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner