Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 28. ágúst 2014 12:01
Elvar Geir Magnússon
Skipar Kim Jong-un sýningar frá Man Utd í Norður-Kóreu?
Kim Jong-un ræður öllu í Norður-Kóreu.
Kim Jong-un ræður öllu í Norður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Óstaðfestar fréttir herma að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sé harður stuðningsmaður Manchester United og hafi skipað ríkissjónvarpi landsins að sýnt verði beint frá leikjum liðsins.

Daily Mirror fjallar um málið í morgun og þá hefur Independent einnig tekið það upp.

Sagt er að Kim sé harður aðdáandi enska liðsins og Wayne Rooney sé hans uppáhalds leikmaður.

Hann ku vilja gera miklar dagskrárbreytingar á sjónvarpsstöðinni og koma inn kennsluþáttum um hestamennsku og golf ásamt sýningum frá leikjm United.

Þessar fréttir koma kannski á óvart miðað við gengi Manchester United enda er Kim þekktur fyrir að taka ósigrum afar illa. Dennis Rodman leyfði honum meðal annars að vinna körfuboltaleik þeirra á milli á sínum tíma.

Fréttunum skal taka með fyrirvara en ef ríkissjónvarp Norður-Kóreu tekur leiki til sýningar strax verður það gert með ólöglegum hætti þar sem enginn útsendingarréttur hefur verið veittur til landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner