fim 28. ágúst 2014 18:55
Ívan Guðjón Baldursson
Stjóri Leeds rekinn (Staðfest)
David Hockaday vann tvo af fyrstu þremur leikjunum en hefur nú tapað þremur í röð.
David Hockaday vann tvo af fyrstu þremur leikjunum en hefur nú tapað þremur í röð.
Mynd: Getty Images
Leeds United er búið að reka knattspyrnustjórann David Hockaday eftir aðeins sex leiki.

Leeds var slegið úr deildabikarnum af Bradford og er það þriðja tap liðsins í röð. Hockaday var rekinn í kjölfarið.

Aðstoðarknattspyrnstjórinn Junior Lewis hefur þá einnig yfirgefið félagið. Þá tekur Neil Redfearn við stjórn þar til Massimo Cellino, eigandi Leeds, ræður nýjan stjóra.

,,Gengið á tímabilinu þýddi að við þurftum að bregðast hratt við og taka þessa ákvörðun," sagði Cellino.

,,Eftir tapið gegn Bradford áttaði ég mig á því að ákvörðun mín um að halda David hjá félaginu eftir tapið gegn Watford var röng. Nú hefjum við leit að nýjum knattspyrnustjóra."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner