fim 28. ágúst 2014 14:43
Magnús Már Einarsson
Van Gaal reiknar með breytingum áður en glugginn lokar
Van Gaal vill meiri liðsstyrk.
Van Gaal vill meiri liðsstyrk.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, reiknar með fleiri breytingum á leikmannahópnum áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.

Angel di Maria er kominn frá Real Madrid en fyrr í sumar krækti United í Luke Shaw, Ander Herrera og Marcos Rojo.

,,Félagið mun tilkynna þetta þegar rétti tíminn kemur. Leikmenn munu fara og aðrir munu koma," sagði Van Gaal á fréttamannafundi í dag.

Herrera er meiddur í augnablikinu og þá er Rojo ennþá að bíða eftir atvinnuleyfi á Englandi. Atvinnuleyfi Rojo gæti þó verið klár fyrir helgi ef allt gengur upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner