banner
   fös 28. ágúst 2015 12:00
Magnús Már Einarsson
Ari Freyr spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benteke verður í stuði samkvæmt spá Ara.
Benteke verður í stuði samkvæmt spá Ara.
Mynd: Getty Images
Sigurbjörn Hreiðarsson á besta árangur tímabilsins hingað til af spámönnum helgarinnar en hann var með sex rétta um síðustu helgi.

Ari Freyr Skúlason spáir í leikina að þessu sinni en Ari verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn því hollenska á fimmtudag.



Newcastle 0 - 3 Arsenal (12:45 á morgun)
Stóri bróðir minn heldur með Newcastle og þess vegna vona ég innilega að þeir verði flengdir af Arsenal. Svo er Arsenal líka með hörku lið.

Aston Villa 1 - 1 Sunderland (14:00 á morgun)
Tvö slöpp lið en verður samt ágætis skemmtun.

Bournemouth 1 - 2 Leicester (14:00 á morgun)
Leicester hafa verið fínir og halda góðu runni áfram frá síðasta tímabili

Chelsea 2 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Chel$ki verður í smá ströggli en taka þetta svo 2-0,

Liverpool 3 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Pool heldur hreinu og Benteke/Coutinho munu sjá um Hamrana.

Man City 5 - 0 Watford (14:00 á morgun)
City líta virkilega vel út! Strákarnir hans Gulla Gull munu valta yfir nýliðana.

Stoke 1 - 0 WBA (14:00 á morgun)
Stoke er svo sannarlega búnir að breytast. Þetta verður erfiður leikir en þeir taka á endanum.

Tottenham 1 - 3 Everton (14:00 á morgun)
Tottenham er ekkert að heilla mig og Barkley/Lukaku hitta á góðan dag.

Southampton 2 - 2 Norwich (12.30 á sunnudag)
Southampton munu eiga erfiðan leik. Nýbúnir að láta flengja sig af Dönunum.

Swansea 0 - 1 Man Utd (15:00 á sunnudag)
United finnst ekkert gaman að spila á móti The Sig og félögum en þeir taka öll 3 stigin frá Wales í þetta skipti.

Fyrri spámenn:
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner