Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. ágúst 2015 13:47
Magnús Már Einarsson
Aron og Alfreð hvíla um helgina
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með Cardiff gegn Nottingham Forest í ensku Championship deildinni á morgun.

Aron hefur nánast ekkert spilað í byrjun tímabils vegna meiðsla en í vikunni dró hann sig út úr byrjunarliði Cardiff í upphitun fyrir leik gegn MK Dons í enska deildabikarnum.

Alfreð Finnbogason er einnig að glíma við smávægileg meiðsli og hann hvílir þegar Olympiakos heimsækir Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni á morgun.

Heimir Hallgrímsson, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, sagði á fréttamannafundi í dag að þeir verði líklega báðir klárir í slaginn þegar Ísland heimsækir Holland á fimmtudag.

„Samkvæmt öllum sem við tölum við, þá á þetta að vera í lagi," sagði Heimir.

Íslenska liðið kemur saman á mánudag fyrir leikinn mikilvæga á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner