Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. ágúst 2015 06:00
Fótbolti.net
Grótta auglýsir eftir þjálfurum
Mynd: Grótta
Knattspyrnudeild Gróttu auglýsir eftir metnaðarfullum og jákvæðum yngri flokka þjálfurum. Reynsla og þjálfaramenntun kostur.

Við leitum að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að gera gott starf enn betra. Einstaklingum sem eru skipulagðir, frábærir í mannlegum samskiptum og tilbúnir til að vinna af metnaði eftir stefnu knattspyrnudeildar Gróttu um þjálfun yngri flokka.

Hjá knattspyrnudeild Gróttu æfa nú um 270 börn og unglingar og fer fjöldi iðkenda vaxandi með hverju ári. Æfingar fara fram á gervigrasvellinum við Suðurströnd (Vivaldivellinum) þar sem félagsheimili deildarinnar er staðsett. Yngstu flokkarnir æfa að hluta til í íþróttahúsinu yfir vetrarmánuðina og á sumrin fá allir flokkar að njóta nýs grasvallar á Valhúsahæð.

Umsóknir og fyrirspurnir sendist á Magnús Örn Helgason yfirþjálfara yngri flokka – [email protected]
Athugasemdir
banner
banner