Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. ágúst 2015 14:02
Magnús Már Einarsson
Heimir: Eins og 14 milljónir myndu mæta ef við værum Kínverjar
Icelandair
Heimir spjallar við stuðningsmenn Íslands.  Þeir verða mun fleiri í Amsterdam.
Heimir spjallar við stuðningsmenn Íslands. Þeir verða mun fleiri í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um 3000 Íslendingar verða á leik Íslands og Hollands í Amsterdam næstkomandi fimmtudag.

KSÍ seldi alla 2800 miða sína og líklegt er að einhverjir fleiri Íslendingar mæti á völlinn að auki.

Þessi fjöldi þýðir að um 1% af Íslendingum verða á leiknum í Amsterdam.

Líklega er nánast um einsdæmi að ræða en erfitt er að sjá aðrar þjóðir fá álíka stuðning í landsleik á erlendri grundu miðað við höfðatölu.

„Ef við værum Kínverjar og 1% af þjóðinni væri að fara þá væru 14 milljónir að fara á leikinn. Svona ef við setjum þetta í samhengi," sagði Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands léttur í bragði í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner