Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 28. ágúst 2015 09:22
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin aftur til Cesena
Hörður í leik með Cesena.
Hörður í leik með Cesena.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá því að Hörður Björgvin Magnússon sé á leið aftur til Cesena á láni frá Juventus.

Cesena mun fá forkaupsrétt á Herði takist liðinu að komast aftur upp í ítölsku A-deildina.

Hörður var hjá Cesena á lánssamningi á síðustu leiktíð og lék með liðinu í A-deildinni. Liðið féll niður í B-deildina. Cesena á fyrsta leik í deildinni um aðra helgi.

Hörður sem er fæddur 1993 hefur spilað tvo A-landsleiki; vináttuleik gegn Belgum í fyrra og svo vináttuleik í Eistlandi á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner