Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. ágúst 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Heil umferð í Pepsi og úrslitaleikur í bikar
Ólsarar geta komist á Futsal Cup
FH-ingar geta nálgast Íslandsmeistaratitilinn með sigri á sunnudaginn.
FH-ingar geta nálgast Íslandsmeistaratitilinn með sigri á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er nóg um að vera í boltanum á Íslandi um helgina þar sem Víkingur Ólafsvík getur unnið undanriðilinn fyrir Evrópumótið í Futsal með sigri á gífurlega sterku liði Hamburg Panthers.

Staðan er þannig að Ólsarar þurfa sigur til að tryggja sig áfram upp úr undankeppninni en sigurinn nægir því miður ekki ef Flamurtari vinnur stigalaust botnlið Differdange.

Hamburg er Þýskalandsmeistari í Futsal og hefur unnið Þýskalandsmeistaramótið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

Á laugardaginn mætast Stjarnan og Selfoss í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í beinni á Stöð 2 Sport og þá verður einnig leikið í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og 4. deildar karla, auk leikja í öllum öðrum deildum fyrir utan Pepsi.

Á sunnudaginn fer fram heil umferð í Pepsi-deild karla þar sem topplið FH mætir Víkingi R. og KR tekur á móti Val í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Föstudagur 28. ágúst
Undankeppni Futsal Cup E-riðill
17:00 Differdange - Flamurtari Vlorë (Beint á SportTV.is)
19:30 Hamburg Panthers - Víkingur Ó. (Beint á SportTV.is)

2. deild:
18:00 ÍR - Afturelding (Hertz völlurinn)

Laugardagur 29. ágúst
Borgunarbikar kvenna - Úrslitaleikur
16:00 Stjarnan-Selfoss (Laugardalsvöllur - Stöð 2 Sport)

1. deild karla
14:00 Fram-BÍ/Bolungarvík (Framvöllur - Úlfarsárdal)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
15:00 KA-HK (Akureyrarvöllur)
15:15 Fjarðabyggð-Þróttur R. (Eskjuvöllur)

1. deild kvenna Úrslit
13:00 Fjarðabyggð-ÍA (Norðfjarðarvöllur)
14:00 FH-Völsungur (Kaplakrikavöllur)
14:00 Augnablik-Grindavík (Fífan)
17:30 Fram-HK/Víkingur (Framvöllur - Úlfarsárdal)

2. deild
14:00 KV-Leiknir F. (KR-völlur)
14:00 KF-Höttur (Ólafsfjarðarvöllur)
14:00 Ægir-Tindastóll (Þorlákshafnarvöllur)
15:00 Huginn-Njarðvík (Fellavöllur)
16:00 Sindri-Dalvík/Reynir (Sindravellir)

3. deild
14:00 Víðir-Völsungur (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Einherji-Berserkir (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 Álftanes-KFR (Bessastaðavöllur)

4. deild Úrslit
12:00 Árborg-Vængir Júpiters (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Hvíti riddarinn-Þróttur V. (N1-völlurinn Varmá)
15:00 KH-ÍH (Hlíðarendi)
16:00 KFG-Augnablik (Samsung völlurinn)

Sunnudagur 30. ágúst
Pepsi-deild karla
17:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
18:00 Fylkir-ÍA (Fylkisvöllur)
18:00 KR-Valur (Alvogenvöllurinn - Stöð 2 Sport 2)
18:00 Fjölnir-Stjarnan (Fjölnisvöllur)
18:00 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
18:00 Breiðablik-Leiknir R. (Kópavogsvöllur)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner