Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. ágúst 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman: Dómarinn réði úrslitum
Ronald Koeman er svekktur með að hafa ekki komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Ronald Koeman er svekktur með að hafa ekki komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Southampton kemst ekki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir tap gegn dönsku meisturunum, FC Midtjylland.

Liðin gerðu jafntefli á heimavelli Dýrlinganna og Danirnir unnu á sínum heimavelli í gær og var Ronald Koeman, stjóri Southampton, allt annað en sáttur með úrslitin og dómgæsluna.

„Við vorum betra liðið í báðum leikjunum og fengum fleiri marktækifæri," sagði Koeman við BT Sport ósáttur eftir tapið.

„Við skoruðum mark á heimavelli sem var ekki dæmt og í kvöld þurftum við að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd andstæðingsins eftir aukaspyrnu.

„Við lögðum mikið á okkur en stundum þarf maður góðar dómaraákvarðanir. Ákvarðanirnar voru rangar og það réði úrslitum."


Sadio Mane var á bekknum allan leikinn og vildu margir stuðningsmenn Southampton sjá hann koma inná, enda týpískur leikmaður sem getur snúið stöðunni sínu liði í vil.

„Sadio Mane var ekki 100% tilbúinn og það er langt tímabil framundan. Ég vildi ekki taka áhættuna. Við þurfum hann í næstu leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner