banner
   fös 28. ágúst 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
Kom úr stúkunni og var aðstoðardómari eiginkonunnar
Michael Oliver er einn besti dómari Englands.
Michael Oliver er einn besti dómari Englands.
Mynd: Getty Images
Michael Oliver er einn besti dómari Englands og var með flautuna í jafntefli Arsenal og Liverpool síðasta mánudag. Í gærkvöldi var hann svo aðstoðardómari á leik kvennaliðs Arsenal fyrir algjöra tilviljun.

Oliver mætti sem áhorfandi á kvennaleik Arsenal og Reading þar sem eiginkona hans, Lucy, var dómari leiksins.

Annar af aðstoðardómurum leiksins meiddist og þá var Oliver kallaður úr stúkunni, hann tók við flagginu og hljóp línuna í seinni hálfleik.

Nokkrum sinnum hefur það gerst í efstu deild karla að það hefur þurft að kalla dómara úr stúkunni, til dæmis fyrir tveimur árum þegar Örvar Sær Gíslason var mættur í Árbæinn til að ná sér í lit og horfa á fótbolta. Sjá frétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner