Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 28. ágúst 2015 14:26
Alexander Freyr Tamimi
Lars Lagerback: Þeir eru brjálaðir ef þeir vanmeta okkur
Icelandair
Lagerback hlakkar til að fara til Hollands.
Lagerback hlakkar til að fara til Hollands.
Mynd: Guðmundur Karl
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, er spenntur fyrir næsta landsleik gegn Hollandi í undankeppni EM 2016. Hann fer fullur sjálfstrausts inn í leikinn.

„Við eigum alltaf raunhæfa möguleika gegn hvaða liði sem er, en auðvitað eru þeir sigurstranglegri. Hvort við eigum 10, 30 eða 40 prósent möguleika, við getum rætt það lengi, en möguleikinn er til staðar. Þeir eru góðir á heimavelli og þetta er erfitt, en við munum klífa eldfjallið og vonandi taka stigin þrjú," segir Lars við Fótbolta.net.

Lars viðurkennir að það sé alltaf erfiðara að spila á útivelli, en Ísland vann fyrri leik liðanna 2-0 í Laugardalnum.

„Þetta er andlegt og stuðningsmennirnir eru hluti af þessu. En ég held að leikmönnum líði bara betur að spila á þeim velli sem þeir eru vanir að spila á. Þetta fer samt í taugarnar á mér, það ætti ekki að vera erfiðara að spila úti að mínu mati. Við reynum þess vegna að vinna svona mikið með hugarfar, hugarfarið í Amsterdam ætti að vera að spila okkar leik og gera það sama og við gerðum úti."

Hann býst ekki við því að Hollendingar vanmeti Ísland í þessum leik.

„Ef þeir gera það, þá held ég að þeir séu brjálaðir, og ég held að nýji þjálfarinn Blind sé ekki brjálaður. Kannski eru hollensku leikmennirnir of fullir sjálfstrausts vitandi að Ísland sé að koma í heimsókn, en ég held að þeir beri allavega einhverja virðingu fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner