Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. ágúst 2015 21:45
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: BBC 
Pulis: Berahino er maður, ekki kjötstykki
Framtíð Berahino er í lausu lofti
Framtíð Berahino er í lausu lofti
Mynd: Getty Images
Tony Pulis hefur engan áhuga á að missa stjörnuframherja sinn, Saido Berahino, en viðurkennir að hann gæti þurft að hlusta á óskir framherjans.

WBA hefur hafnað tveim tilboðum frá Tottenham en Berahino hefur verið utan hóps hjá Pulis í síðustu leikjum þar sem knattspyrnustjórinn vildi meina að Berahino væri ekki með hugann við verkefni félagsins.

„Hann hefur tilfinningar og hann þarf á vernd að halda. Hann er manneskja en ekki eitthvað kjötstykki sem fólk selur".

„Þetta snýst ekki bara um fótbolta heldur líka um mannlega þáttinn. Þetta snýst um strákinn og það sem hann er að ganga í gegnum".

„Ég held að hann sé ekki 110% viss um hvar framtíð hans liggur. Það er svo mikið af fólki sem reynir að komast inn í hausinn á þessum vonarstjörnum",
sagði Pulis þegar hann var spurður út í framtíð kappans.

Pulis útilokaði ekki að Berahino myndi snúa aftur í leikmannahóp WBA á morgun þegar liðið heimsækir Stoke.
Athugasemdir
banner
banner