fös 28. ágúst 2015 12:10
Elvar Geir Magnússon
Riðlar Evrópudeildarinnar: Raggi mætir Dortmund - Liverpool til Rússlands
Ragnar Sigurðsson í baráttunni við Mathieu Valbuena.
Ragnar Sigurðsson í baráttunni við Mathieu Valbuena.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason og félagar leika við Fiorentina.
Birkir Bjarnason og félagar leika við Fiorentina.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer af stað 17. september en í morgun var dregið í riðla við hátíðlega athöfn í Mónakó.

Liverpool var í pottinum og mun mæta Rubin Kazan frá Rússlandi, Bordeaux frá Frakklandi og Sion frá Sviss. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir neinu af þessum liðum.

Tottenham lenti í erfiðum riðli með Anderlecht frá Belgíu, Monakó frá Frakklandi og Qarabag frá Aserbaídjsan.

Ragnar Sigurðsson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar eru í riðli með þýska stórliðinu Dortmund. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í riðli með Fiorentina frá Ítalíu.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson, leikmenn Start, eru að fara að mæta Lazio frá Ítalíu.

A-riðill:
Ajax
Celtic
Fenerbahce
Molde

B-riðill:
Rubin Kazan
Liverpool
Bordeaux
Sion

C-riðill:
Dortmund
PAOK
Krasnodar
Qäbälä

D-riðill:
Napoli
Club Brugge
Legia
Midtjylland

E-riðill:
Villarreal
Plzen
Rapid Vín
Dinamo Minsk

F-riðill:
Marseille
Braga
Liberec
Groningen

G-riðill:
Dnipro
Lazio
St-Etienne
Rosenborg

H-riðill:
Sporting
Besiktas
Lokomotiv Moskva
Skenderbeu

I-riðill:
Basel
Fiorentina
Lech Poznan
Blenenses

J-riðill:
Tottenham
Anderlecht
Monaco
Qarabag

K-riðill:
Schalke
APOEL
Sparta Prag
Asteras

L-riðill:
Athletic Bilbao
AZ Alkmaar
Augsburg
Partizan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner