Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 28. ágúst 2015 19:00
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Everton 
Rodriguez til Everton (Staðfest)
Leandro Rodriguez
Leandro Rodriguez
Mynd: Getty Images
Everton hefur fest kaup á úrugvæskum framherja að nafni Leandro Rodriguez.

Kaupverðið er óuppgefið en Rodriguez gerir fjögurra ára samning við Everton. Hann kemur frá úrugvæska úrvalsdeildarliðinu River Plate Montevideo.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður hefur skorað 19 mörk í 71 leik fyrir úrugvæska liðið, sem er hans uppeldisfélag.

Roberto Martinez, stjóri Everton bindur miklar vonir um leikmanninn og telur hann geta hjálpað aðalliðinu á þessari leiktíð.

„Hann er ungur og hæfileikaríkur. Við erum alltaf að leita að svona leikmönnum. Ég held að hann þurfi ekki að spila mikið með varaliðinu því hann hefur mikla reynslu af alvöru fótbolta í úrugvæsku deildinni", sagði Martinez við undirskriftina.

Athugasemdir
banner
banner