fös 28. ágúst 2015 20:21
Arnar Geir Halldórsson
Þýskaland: Wolfsburg ekki í vandræðum með Schalke
Wolfsburg fer vel af stað
Wolfsburg fer vel af stað
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 3 - 0 Schalke 04
1-0 Bas Dost ('17 )
2-0 Ricardo Rodriguez ('59 , víti)
3-0 Timm Klose ('61 )

Þriðja umferð þýsku Bundesligunnar hófst í kvöld með leik Wolfsburg og Schalke á Volkswagen Arena.

Kevin De Bruyne og Ivan Perisic voru ekki í leikmannahópi Wolfsburg en De Bruyne er við það að ganga í raðir Man City og Perisic ku vera á leið til Inter Milan.

Fjarvera þeirra hafði ekki slæm áhrif á Wolfsburg sem vann sannfærandi 3-0 sigur á lánlausu liði Schalke.

Markavélin Bas Dost opnaði markareikning sinn á tímabilinu eftir sautján mínútur og í síðari hálfleik bættu varnarmennirnir Ricardo Rodriguez og Timm Klose við forystuna.

Wolfsburg, sem lenti í 2.sæti á síðustu leiktíð, er með 7 stig eftir þrjá leiki en Schalke er með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner