Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 28. ágúst 2016 11:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Arsenal reyndi að fá Griezmann
Powerade
Antoine Griezmann
Antoine Griezmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joe Hart er mikið í slúðrinu þessa dagana
Joe Hart er mikið í slúðrinu þessa dagana
Mynd: Getty Images
Gleðilegan sunnudag og verið velkomin í slúður.

Joe Hart gæti verið á leiðinni til ítalska félagsins Torino. (Sunday People)

AC Milan ku líka hafa áhrif á enska markmanninum. (Sunday Express)

Tottenham íhugar að leggja fram tilboð í Isco, leikmann Real Madrid. (Sunday Mirror)

John Terry hafnaði tilboði Sam Allardyce um að snúa aftur í enska landsliðið. (Sunday People)

Manchester United hefur áhuga á Oliver Burke, 19 ára leikmanni Nottingham Forest. (Sun on Sunday)

Liverpool fylgst vel með Ante Coric, króatískum miðjumanni en hann gæti verið á leiðinni til Anfield á næstu 48 tímum. (Daily Star Sunday)

Þeir hafa einnig áhuga á Christian Fuchs, vinstri bakverði Leicester en illa gengur hjá Englandsmeisturunum að semja við hann. (Sun on Sunday)

Leicester City og Juventus munu slást um að fá Steven N'Zonzi, miðjumann Sevilla. (Mail on Sunday)

Arsenal reyndi að fá Antoine Griezmann, leikmann Atletico Madrid en Frakkinn sagði Arsene Wenger að hann vildi ekki yfirgefa Spán. (Sun on Sunday)

Juventus vill fá Moussa Sissoko, leikmann Newcastle en þeir eru aðeins reiðubúnir að borga 15 milljónir punda en Newcastle vill fá 35 milljónir fyrir hann. (Sunday Mirror)

Þrjú ensk úrvalsdeildarlið eru á höttunum á eftir Jay Rodriguez, framherja Southampton. (NBC Sports)

Hull hefur mikinn áhuga á að fá Jonathan Kodija, framherja Bristol City. (Sunday Telegraph)

Tottenham hefur spurst fyrir um Eliaquim Mangala, miðvörð Manchester City (L'Equipe)

Mamadou Sakho á ekki framtíð hjá Liverpool en Stoke City hefur áhuga á honum. (Mail on Sunday)

Joleon Lescott, varnarmaður Aston Villa er á leiðinni til AEK í Grikklandi. (Sport24)
Athugasemdir
banner
banner
banner