sun 28. ágúst 2016 19:07
Gunnar Birgisson
Byrjunarlið Vals og KR: Baráttan um Reykjavík
Willum snýr aftur á sinn gamla heimavöll
Willum snýr aftur á sinn gamla heimavöll
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
17.Umferð Pepsi deildar karla klárast í kvöld með stórleik Vals og KR á Valsvellinum.

Willum Þór Þórsson snýr aftur á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Val á árunum 2005-2009. KR hafa ekki unnið mótsleik á vegum KSÍ á Valsvellinum síðan 19.júlí 2014 og verður fróðlegt að sjá hvað þeir gera í kvöld.

Byrjunarliðin eru dottin inn, Præst og Skúli Jón koma í lið KR frá síðasta leik, Denis og Jeppe fá sér sæti á bekknum svo er Indriði Sigurðsson í banni. Hjá Val er það Haukur Páll fyrirliðinn sem kemur inn fyrir Guðjón Pétur.

Byrjunarlið Vals:
25. Anton Ari Einarsson (m)
2. Andreas Albech
3. Kristian Gaarde
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Steenberg Christiansen
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Byrjunarlið KR:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Morten Beck
4. Michael Præst Möller
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Morten Beck Andersen
17. Kennie Chopart
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson

Beinar textalýsingar:
17:00 ÍBV - Þróttur
18:00 Fjölnir - Fylkir
18:00 Víkingur Ó. - FH
18:00 ÍA - Víkingur R.
20:00 Valur - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner