Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 28. ágúst 2016 21:04
Magnús Már Einarsson
Davíð Þór: Mér fannst hann vera kominn inn
Davíð á sprettinum.
Davíð á sprettinum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við vorum ekki að skapa okkur neitt rosalega mikið en við gáfum fá færi á okkur. Þegar á heildina er litið var þetta nokkuð sanngarnt," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir 2-0 sigur liðsins á Víkingi Ólafsvík í kvöld.

Emil Pálsson skoraði annað mark FH en það þótti umdeilt þar sem ekki var víst hvort boltinn hefði farið allur yfir marklínuna.

„Ég var mjög nálægt þessu og mér fannst hann vera klárlega kominn inn. Maður getur aldrei verið 100% en ég er nokkuð öruggur um að hann hefði verið kominn allur yfir línuna."

FH-ingar eru með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.

„Við erum í mjög góðri stöðu. Þrátt fyrir að þið fjölmiðlamenn séu nánast búnir að afhenta okkur bikarinn þá vitum við að við þurfum eitthvað af stigum í viðbót. "

„Það er mjög stór leikur eftir landsleikjahléið á móti Breiðabliki. Við getum komið okkur í frábæra stöðu með því að ná í úrslit þar,"
sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner